Nida Lista nýlenda

jæja,

það var þá að ég komst á leiðarenda.

Í dag klukkan 9:00 vaknaði ég í ókunnuu herbergi sem ég hafði borgar 8000 krónur eða eitthvað þvíumlíkt til að sofa í. Ég svaf bara í um 5 tíma svo það eru 1600 krónur á tímann ef við hugsum okkur gróðan í því að borga fyrir hótelherbergi bara í svefnstundum.

Allavega ég vaknaði þarna í þessu herbergi alveg við lestarstöðina, hentugt þar sem ég ætlaði að taka lestina til Klaipeda klukkan 10:45. Það var dimmt en ekki niða myrkur í herberginu svo ég stóð upp og dróg gardínurnar frá gluggunum. mmmm umferðagata og skrítið fólk á vappi í sólinni, góður fyrirboði fyrir langa ferð. Ég færði mig yfir á baðherbergið þar sem ég leit djúpt í augun mín en síðan mjög grunt í augun mín og varð pirruð á því hvað ég var bólgin í kringum augun, flugið hugsaði ég, allt þetta álag á líkamann að þrýsta honum mörghundruð kílómetra upp í loftið á ógnarhraða getur ekki haft annað í för með sér en að hann bólgni allur upp. Ég skvetti köldu vatni á andlitið á mér og kallaði það gott.

istockphoto-173589999-612x612

 

 

 

 

 

 

Niðri í andyrinu keypti ég mér 12 evru morgunnmat. Svona alvöru hótelmorgunnmat, kaffi úr vél, appelsínusafa búinn til úr þykkni af vél sem skammtar mér hárrétt magn í glas, brauð, egg, jógúrt, órætt morgunnkorn. Þetta borðaði ég með svo agalega fínt útsýni á þrjú pör sem einnig voru að borða morgunnverð keyptan á 12 evrur. Þau sem sátu lengst til hægri voru eitthvað súr, konan var alltaf að segja eitthvað við kallinn, laga hjá honum brauðið, fikta í bolnum hans, segja honum til, mér fannst hann vera svolítið eins og lítið barn sem gat ekki séð fyrir sér sjálfur og hún mamma hans. Parið í miðjunni var hljóðlátt en hún var í samstæðum joggingsgalla og hann í þröngum gallabuxum og pólóbol (mjög algeng para samsetning hér, sérstaklega hjá fólki með börn). Þriðja parið, það sem sat til vinstri, var frá ástralíu og var frekar ómerkilegt svo ég man ekkert af þeim.

7f850bd7-2419-4e99-bf91-2c74a1ff7525-full_english_breakfast_park_plaza_westminster_bridge_hotel_london_united_kingdom

 

 

 

 

 

Í lestinni á leið til Kaipedas hitti ég mann, skeggjaðann mann í stuttbuxum og svona bol sem leit út eins og hann ætti heima í tour de france keppninni. Ég hitti hann fyrir framan klósettið, hann sagði eitthvað, ég sagðist ekki skilja, hann endurtók á ensku, ég skildi. Hann var að bíða eftir klósettinu, ég fengi ekki að vera næst. Hann bætti við að hann yrði mjög snöggur og brosti og fór síðan að dansa fyrir lítið barn sem starði á okkur rétt hjá. Hann var mjög snöggur og ég fékk að pissa, eða pesa eins og stendur á öllum gluggum lestarinnar.

Í lestinni var líka kona sem ég tók eftir með regnhatt á öxlunum sem var alltaf að skipta um sæti.

sydvast-regnhatt-1

 

 

 

 

 

Í Klaipedas labbaði ég í 25 mínútur frá lestarstöðinni að höfninni þar sem ferjan var að fara, bömmer. Svo ég beið í hálftíma eftir næstu og talaði við kráku sem settist hjá mér. 

 

maxresdefault

 

 

 

Hinu mmegin við sjóinn komst ég síðan að því að strætóinn færi ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og engar upplýsingar voru á spjaldinu hvort ég gæti borgað með korti um borð svo ég lagði af stað á veitingastað rétt hjá. Spurði þar hvort hún, afgreiðslustúlkan, vissi þetta með strætóinn og kortið. Hún hélt nú ekki að það væri posi í strætónum svo ég vildi fá að kaupa bjór og borga meira of fá klink, það vildi hún ekki sjá svo ég fór á næsta veitingastað. Þar sagði þjóninn mér að það væri nú víst posi í strætónum svo ég ákvaðað trúa honum og fékk mér bjór. Meðan ég drakk brjórinn minn fylgdist ég með fjölskyldu sem samanstóð af ömmu, syni, dóttur í kerru og pari, konan í samstæðum jogginggalla og maðurinn í þröngum gallabuxum, pólóbol og vindjakka frá nike yfir.

Þegar klukkan var orðin 18 tók ég strætóinn, sofnaði í honum og komst síðan til Nida þar sem ég labbaði í 20 mínútur þar til ég kom að listarnýlendunni.

Og viti menn þegar ég gegn inn í eldhúsið til að fá mér að borða þá tekur konan með regnhattinn á öxlunum sem var alltaf að skipta um sæti í lestinni á móti mér og kynnir sig sem rútu. Og ég vitaskuld segi henni „oh your name means bus in Icelandic“. 

og núna ligg ég södd og sátt í rúmi í herbergi 11 og er spennt fyrir morgunndeginum og örlögunum og sögunum sem fylgja honum!

 

knús og kram!

Ráðhildur á meginlandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Elísabet Einarsdóttir

Haha pesa! Haha Rúta! Allt svo fyndið á meginlandinu 

Elín Elísabet Einarsdóttir, 26.9.2023 kl. 16:26

2 Smámynd: Ísabella Lilja

en skemmtilegt ég get ekki beðið eftir að heyra fleiri litháen sögur þegar þú kemur til baka!!

Ísabella Lilja, 27.9.2023 kl. 11:53

3 Smámynd: Ráðhildur Ólafsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar kæru vinir, ég er full af sögum um margt skemmtilegt sem ég mun deila þegar ég kem heim ❤️🌳💫

Ráðhildur Ólafsdóttir, 28.9.2023 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband