4.10.2023 | 12:03
Bláminn og Appelsínuljósin í fjarska (betrumbćttur)
Eftir grćnum vegi labba fćtur sem kunna ekki muninn á tá og hćl og ţekkja ekki línunna sem liggur ţar á milli. Ţeir labba einn í einu. Einn fram fyrir hinn. Einn, einn ,einn, ,einn og svo einn. Áfram og áfram. Eftir veginum liggja grćn tré međ grćn lauf. Ţau standa sitthvoru megin viđ veginn, há, tignarleg, grćn. Ţau teygja krónur sínar, fullar af tvílitum grćnum laufum yfir veginn svo sólin nái ekki ađ skína heil inn á veginn. Á veginum eru göt sem fćturnir ţrćđa framhjá ţegar ţau birtast. Göt sem eru blá eins og bláminn sem yfirtekur landslagiđ í draumi sem ţig dreymir ţegar ţú saknar ţess sem ţú náđir aldrei taki á. Götin eru blá eins og bláminn en í sumum götunum skín appelsínugult ljós, appelsínugult eins og ef í stađin fyrir aldinkjötiđ í appelsínu ţá vćri lítiđ ljós, vasaljós, innan í henni sem skini út um börkin. Í sumum götunum eru appelsínugul ljós sem skína upp en fćturnir hugsa ekki um appelsínuljósiđ eđa blámann og missa ţví af tćkifćrinu til ađ skilja ţađ undraverđa kraftaverk ađ bláminn er hafiđ og appelsínusljósin eru skip á leiđ sinni yfir hafiđ langt langt undir iljum fótanna. Fćturnir sem kunna ekki muninn á tá og hćl og ţekkja ţar af leiđandi ekki línunna sem liggur ţar á milli furđa sig ekki á götunum og hvađ ţá heldur ađ ţau leiđi niđur ađ sjónum og skipunum sem eru í svo mikilli fjarlćgđ ađ ţađ ćtti ekki ađ vera mögulegt. Ţeir virđast ekki skilja ađ ţađ er ekki hversdagslegur hlutur ađ sjá göt á grćnum vegi undir sundurslitinni sólinni sem leiđi ađ skipum á leiđ sinni yfir hafiđ, sem leiđi ađ skínandi appelsínuberki sem ferđast um blámann sem ţú ţekkir ađeins úr draumum sem ţig dreymir ţegar ţú ert heltekin óútskýranlegum og óafsakanlegum söknuđi. En ţađ er nú kannski ekki svo skrítiđ. Ţví hvernig er hćgt ađ ćtlast til ţess ađ fćtur sem skilja ekki muninn á tá og hćl og línunni sem liggur ţar á milli, skilji ađ heimurinn opni sig ekki svo auđveldlega fyrir fótum og ađ hann sýni ekki leyndarmál sín hverjum sem er? Og hvernig er hćgt ađ ćtlast til ađ ţeir kippi sér upp viđ ţađ sem ţeir skilja ekki? Ţađ er nú einu sinni ţannig ađ fćturnir hafa labbađ ţennan grćna veg međ gćrnu trjánum og sundurslitinni sólinni í marga daga, marga mánuđi ,mörg ár, alltaf sömu leiđ, alltaf á sama hrađa. Svo afhverju ćtti ţessi vegur, ţessi leiđ ađ vera eitthvađ öđruvísi en venjulega, en sú endemis vitleysa.
Athugasemdir
appelsínuljósiđ!!! ég skil núna
Elín Elísabet Einarsdóttir, 5.10.2023 kl. 00:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.