13.9.2023 | 15:05
Leitin að gleymdu fjörunni
Ég gekk eftir suðurströnd eyjunnar
fór niður í allar fjöurnar
fann fyrir þeim
reyndi að skilja það sem
ég gat ekki skilið
því ég mundi ekki
ég mundi ekki eftir fjörunni
mundi bara eftir mynd
mynd af mér í gjörunni fyrir 22 árum
sönnun þess að ég hefði verið þar
sönnun þess að ég hafði gleymt
ég grand skoðaði allar fjörurnar
í leit að fjörunni minni
gleymdi fjörunni minni
í leit að bleika steininum
sem náði mér upp að öxl
í fölsku minningunni
Þegar ég lokst rakst á steininn
bleika steininn
og fjöruna
litlu fjöruna af myndinni
þá sem ég hafði gleymt
áttaði ég mig á því
að ég hafði stækkað svo mikið
að steinninn náði mér nú bara
upp að hné og varla það.
Ég áttaði mig á, þar sem ég
stóð í fjörunni hliðina á
bleika ateininum og horfði á
hafið
að ég hafði ekki bara gleymt
fjörunni og bleika steininum
heldur hafði ég líka gleymt
litlu stelpunni á myndinni
sem kastaði steini út í sjóinn
ég hafði gleymt sjálfri mér
svo ég tók upp stein
valdi hann af kostgæfni
og kastaði honum í sjóinn
þar sem ég sat í fjörunni
eftir að hafa komist
í tengsl við sjálfa mig í
gegnum steininn og sjóinn
komu tveir mávar
einn sat á ateini
hinn á kleti
þeir sögðu nokkur orð
þessi á steininum kom nær mér
eitt skref í einu
og starði á mig til hliðar
á milli skrefana sagði hann
eitt og eitt orð við vin sinn.
Athugasemdir
Æðislegt ljóð, flott mynd.
Elín Elísabet Einarsdóttir, 13.9.2023 kl. 15:21
takk, þú ert flott
Ráðhildur Ólafsdóttir, 13.9.2023 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.