Færsluflokkur: Ljóð

Dauðinn og treginn stíga dans

Með dauðann og tregan dansandi tangó innan í mér í holinu milli magans og lungnanna gekk ég í áttina til þín þar sem þú sast í svartri brekkunni. Svartri brekkunni þar sem ekkert sást því sólin faldi sig hinum megin við hólinn og litaði himininn appeslínugulan, gulan, grænan, ljósbláan, bláan og svo dökkbláan. Ég fór með þá félaga dauðann og tregann innvortis til þín í biksvarta brekkuna og stóð fyrir framan þig, setti einn fótinn á stein sem lá á milli okkar, eins konar valdataktík. Þú horfðir upp, grett eins og þú værir við það að fara að hlæja, en þú hlóst ekki. Ég setti hendurnar á mjaðmirnar og gretti mig á móti og hló að þér. Hló til að verða á undan þér, til að vera fyrri til svo þú gætir ekki hlegið að mér. Þú brostir að mér, en hlóst ekki. Ég tók fótinn af steininum og játaði mig sigraða. Dauðinn og treginn skelltu upp úr innan í holinu milli magans og lungnanna og spíttu í lófana svo það dundi í lifrinni undan fótum þeirra. Ég teiknaði hringi með tánum á sigraða fætinum og reyndi að hunsa dynkina í dansandi fótum dauðans og tregans. Ég leit ekki upp til þín en fann að þú horfðir á mig. Horfðir á hnakkann á mér, mjúklega eins og þú gerðir alltaf. Mjúklega ánn þess að hlæja að mér. Ég hafði aldrei skilið hvernig þú fórst að því að gera augun þín svona mjúk. Gera augnaráð þitt svona ótrúlega mjúkt. Þessi slepjulegu, blautu og ógeðslegu líffæri sem virtust glær og útstæð á andlitinu mínu. Einu sinni eftir að við höfðum setið lengi saman og horft í augun hvor á annarri. Þá stóð ég fyrir framan speglinn inni á baði og starði í augun á mér og reyni hvað ég gat að gera augun mín mjúk eins og þín. En allt án árangurs. Augun mín héldu bara áfram að vera slepjuleg, blaut og ógeðsleg. En augun þín voru langt frá því að vera slepjuleg, blaut og ógeðsleg. Þau voru andstæða augna minna, og ég saknaði þeirra. Svo ég leit upp. Og þarna voru þau, mjúk eins og alltaf. Mýkri en alltaf og glansandi, en ekki glansandi slepjulega eins og mín sem litu alltaf út fyrir að geta bráðnað á hverri sekúndu og slepjast út um tóftirnar á mér og niður kinnarnar að munnvikunum og niður hálsinn. Þín voru glansandi eins og lækurinn við gilið í sólskini þegar allir litlu droparnir vilja sýna að fegurðin býr í þeim. Þú horfðir á mig, inn í mig með mjúkum glansandi lækjaraugum og treginn tók dauðann í fangið og kastaði honum yfir annan handlegginn svo dauðinn gæti sveiflað öðrum fætinum upp í loftið. „Ég elska þig“ sagði ég og dauðinn datt úr örmum tregans á lifrina mína. Þú leist niður, á hringinn sem táin mín hafði teiknað í sandinn. Hægri hendin þín leitaði eftir vinstri hendinni minni, tók utan um hana og færðir hana í vinstri höndina. Þar huldi hægri hendin þín hendina mína aveg og þú leist upp á mig með mjúku augunum þínum sem glönsuðu enn meira en áður. „Þú veist að ég elska þig líka, hef alltaf gert og mun alltaf gera“. Lækjardroparnir liðuðust út um tóftirnar á augum þínum og streymdu niður kinnarnar að munnvikunum. „En ég get ekki verið með þér, get ekki fylgt þér, hef aædrei getað gert það og mun aldrei geta það“. Ég horfði á lækina úr augum þínum glansandi fegurð sinni úr hverjum dropa þótt sólin væri löngu sest. Ég barðist við að halda augunum mínum frá bráðnun og reyndi hvað ég gat að hunsa dauðann sem krafsaðist á lifrinni í tilraun sinni til að standa upp á meðan treginn stóð við hlið hans hlæjandi af sér allar spjarirnar. Ég tók hendina mína úr höndum þínum og kyngdi eldinum sem vildi bræða augun mín. „é…. é..g..“ stamaði ég út úr mér en kláraði aldrei og þegar ég ætlaði að enduteka það sem ég vildi að segja en hafði nú þegar löngu gleymt, þá varstu horfin. Þá varstu horfin inn í myrkrið, með glansandi fegurðina í læknum í dropunum í glansandu mjúku augunum þínum svo ég snéri við, horfði á stjörnurnar og leyfði eldinum að bræða í mér augun á leiðini heim.


Bláminn og Appelsínuljósin í fjarska (betrumbættur)

Eftir grænum vegi labba fætur sem kunna ekki muninn á tá og hæl og þekkja ekki línunna sem liggur þar á milli. Þeir labba einn í einu. Einn fram fyrir hinn. Einn, einn ,einn, ,einn og svo einn. Áfram og áfram. Eftir veginum liggja græn tré með græn lauf. Þau standa sitthvoru megin við veginn, há, tignarleg, græn. Þau teygja krónur sínar, fullar af tvílitum grænum laufum yfir veginn svo sólin nái ekki að skína heil inn á veginn. Á veginum eru göt sem fæturnir þræða framhjá þegar þau birtast. Göt sem eru blá eins og bláminn sem yfirtekur landslagið í draumi sem þig dreymir þegar þú saknar þess sem þú náðir aldrei taki á. Götin eru blá eins og bláminn en í sumum götunum skín appelsínugult ljós, appelsínugult eins og ef í staðin fyrir aldinkjötið í appelsínu þá væri lítið ljós, vasaljós, innan í henni sem skini út um börkin. Í sumum götunum eru appelsínugul ljós sem skína upp en fæturnir hugsa ekki um appelsínuljósið eða blámann og missa því af tækifærinu til að skilja það undraverða kraftaverk að bláminn er hafið og appelsínusljósin eru skip á leið sinni yfir hafið langt langt undir iljum fótanna. Fæturnir sem kunna ekki muninn á tá og hæl og þekkja þar af leiðandi ekki línunna sem liggur þar á milli furða sig ekki á götunum og hvað þá heldur að þau leiði niður að sjónum og skipunum sem eru í svo mikilli fjarlægð að það ætti ekki að vera mögulegt. Þeir virðast ekki skilja að það er ekki hversdagslegur hlutur að sjá göt á grænum vegi undir sundurslitinni sólinni sem leiði að skipum á leið sinni yfir hafið, sem leiði að skínandi appelsínuberki sem ferðast um blámann sem þú þekkir aðeins úr draumum sem þig dreymir þegar þú ert heltekin óútskýranlegum og óafsakanlegum söknuði. En það er nú kannski ekki svo skrítið. Því hvernig er hægt að ætlast til þess að fætur sem skilja ekki muninn á tá og hæl og línunni sem liggur þar á milli, skilji að heimurinn opni sig ekki svo auðveldlega fyrir fótum og að hann sýni ekki leyndarmál sín hverjum sem er? Og hvernig er hægt að ætlast til að þeir kippi sér upp við það sem þeir skilja ekki? Það er nú einu sinni þannig að fæturnir hafa labbað þennan græna veg með gærnu trjánum og sundurslitinni sólinni í marga daga, marga mánuði ,mörg ár, alltaf sömu leið, alltaf á sama hraða. Svo afhverju ætti þessi vegur, þessi leið að vera eitthvað öðruvísi en venjulega, en sú endemis vitleysa.

 


Grænir sneplar

Fimmhundruð sextíu og sjö grænir sneplar hanga á þvottasnúrunni í rjóðrinu. Á hverjum og einum þeirra er hvít klemma sem endurkastar sólarljósinu í augun á þér. Þú situr á steini sirka tuttugu og fjórum metrum frá þrjúhundruð og fimmtugasta sneplinum. Þú starir á sneplana og klemmurnar. Starir og starir svo mikið og ákaft að ég er orðin viss um að þú munir bráðum missa sjónina eða að sneplarnir muni brenna mynd sína í augnhimnurnar þínar svo þú munir aldrei sjá neitt framar en græna snepla með hvítum klemmum. Ég hrylli mig við tilhugsunina, tek hendurnar upp úr barmafullum balanum og vindi grænan snepil sem ég hengi síðan upp á snúruna með hvítri klemmu. „Fimmhundruð sextíu og átta“ segi ég við sjálfa mig. Þú hummar eins og lítill fugl til samþykkis en tekur ekki augun af sneplunum og klemmunum. Ég sting höndunum aftur í balann svo vatnið skvettist aðeins upp úr. Vatnið er volgt og sneplarnir eru mjúkir, ég loka augunum og finn fyrir volgu mýktinni. Ég hef alltaf haft gaman að því sem er volgt og mjúkt. „Manstu eftir mjúka pokanum sem þú áttir?“ spyr ég þig „sem var alltaf svo mjúkur og volgur?“. Þú svarar ekki. Ég opna augun, finn enn fyrir volgri mýkt sneplanna og vatnsins. Þú starir enn á sneplana. „manstu?, þú gekkst alltaf með hann yfir túnið hjá manninum með mosa græna stafinn og hafbláa hattinn á leiðinni yfir að húsinu okkar?“ Þú hreyfir hendurnar örlítið á hnjánum, pinkupons, það er varla að ég sjái mun. Ég tek hendurnar upp úr vatninu og vindi annan snepil. „Þú áttir það til að tína greinar sem þú fannst á leiðinni ofan í pokann, þú sagðir að þér þætti greinar það allra besta í öllum heiminum, manstu eftir því?“ Ég hengi upp snepilinn með hvítri klemmu. „og svo þegar þú komst að húsinu okkar var pokinn þinn fullur af greinum, svo fullur að þær rúlluðu næstum út úr honum á pallinn, manstu eftir því?“ Ég held höndunum á sneplinum og klemmunni og lít til þín. Þú hefur ekkert hreyft þig. „Fimmhundruðsextíu og átta“ segi ég við þig og þú hummar en hreyfir þig ekki og heldur áfram að stara á grænu sneplana og hvítu klemmurnar. 

24930929-green-clothes-in-a-laundry-basket-on-white-background-concept-for-environmental-conservation-and-eco


Glamrandi

Ding

ling

gling

glang

dingalingaling

innan í tjaldinu

gling

glang

í ljósinu

dingalingaling

í þér

og pokanum 

klink

klonk

donk

á steingólfinu

og majónesinu út um allt

outwell-fusion-300-pop-up-tjald-riggja-manna-me-fortjaldi-fyrir-framan

 


Leitin að gleymdu fjörunni

Ég gekk eftir suðurScreenshot 2023-09-13 at 15.03.45strönd eyjunnar

fór niður í allar fjöurnar

fann fyrir þeim

reyndi að skilja það sem 

ég gat ekki skilið

því ég mundi ekki

ég mundi ekki eftir fjörunni

mundi bara eftir mynd

mynd af mér í gjörunni fyrir 22 árum

sönnun þess að ég hefði verið þar

sönnun þess að ég hafði gleymt

ég grand skoðaði allar fjörurnar 

í leit að fjörunni minni

gleymdi fjörunni minni

í leit að bleika steininum

sem náði mér upp að öxl

í fölsku minningunni

Þegar ég lokst rakst á steininn

bleika steininn

og fjöruna

litlu fjöruna af myndinni

þá sem ég hafði gleymt

áttaði ég mig á því

að ég hafði stækkað svo mikið

að steinninn náði mér nú bara

upp að hné og varla það.

Ég áttaði mig á, þar sem ég 

stóð í fjörunni hliðina á 

bleika ateininum og horfði á 

hafið

að ég hafði ekki bara gleymt 

fjörunni og bleika steininum

heldur hafði ég líka gleymt

litlu stelpunni á myndinni

sem kastaði steini út í sjóinn

ég hafði gleymt sjálfri mér

svo ég tók upp stein

valdi hann af kostgæfni

og kastaði honum í sjóinn

 

þar sem ég sat í fjörunni

eftir að hafa komist

í tengsl við sjálfa mig í

gegnum steininn og sjóinn

komu tveir mávar

einn sat á ateini

hinn á kleti

þeir sögðu nokkur orð

þessi á steininum kom nær mér

eitt skref í einu

og starði á mig til hliðar

á milli skrefana sagði hann

eitt og eitt orð við vin sinn.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband