Í rútu á bát

273BD181-F589-4A73-B6CC-8055AC800FB5Hæ bloggvinir

 

Núna er ég í rútu á bát á leiðinni frá Nida til Klaipeda til Vilnius.

Brátt kem ég heim á klakann til ykkar.

Vá hvað ég er spennt að heyra ykkur lesa textana ykkar!

 

sjáumst innan skamms,

Ráðhildur í rútu á bát

 

 


36,20km…

Hæ bloggarar!

 

Í dag labbaði ég 36,20 kílómetra eftir nesinu þar sem ég gisti....

36,20 km frá 10 í morgunn til 23:20 núna í kvöld...

Ég finn til í hnjánum, ég finn til í hásinunum, ég finn til í kálfum um, ég finn til í lærunum, en sálin er endurnærð en kannski líka ogguponsu þreytt.

 

sjáum hvernig hass perurnar verða á morgunn....

 

kv

Ráðhildur á nesinu


Nida Lista nýlenda

jæja,

það var þá að ég komst á leiðarenda.

Í dag klukkan 9:00 vaknaði ég í ókunnuu herbergi sem ég hafði borgar 8000 krónur eða eitthvað þvíumlíkt til að sofa í. Ég svaf bara í um 5 tíma svo það eru 1600 krónur á tímann ef við hugsum okkur gróðan í því að borga fyrir hótelherbergi bara í svefnstundum.

Allavega ég vaknaði þarna í þessu herbergi alveg við lestarstöðina, hentugt þar sem ég ætlaði að taka lestina til Klaipeda klukkan 10:45. Það var dimmt en ekki niða myrkur í herberginu svo ég stóð upp og dróg gardínurnar frá gluggunum. mmmm umferðagata og skrítið fólk á vappi í sólinni, góður fyrirboði fyrir langa ferð. Ég færði mig yfir á baðherbergið þar sem ég leit djúpt í augun mín en síðan mjög grunt í augun mín og varð pirruð á því hvað ég var bólgin í kringum augun, flugið hugsaði ég, allt þetta álag á líkamann að þrýsta honum mörghundruð kílómetra upp í loftið á ógnarhraða getur ekki haft annað í för með sér en að hann bólgni allur upp. Ég skvetti köldu vatni á andlitið á mér og kallaði það gott.

istockphoto-173589999-612x612

 

 

 

 

 

 

Niðri í andyrinu keypti ég mér 12 evru morgunnmat. Svona alvöru hótelmorgunnmat, kaffi úr vél, appelsínusafa búinn til úr þykkni af vél sem skammtar mér hárrétt magn í glas, brauð, egg, jógúrt, órætt morgunnkorn. Þetta borðaði ég með svo agalega fínt útsýni á þrjú pör sem einnig voru að borða morgunnverð keyptan á 12 evrur. Þau sem sátu lengst til hægri voru eitthvað súr, konan var alltaf að segja eitthvað við kallinn, laga hjá honum brauðið, fikta í bolnum hans, segja honum til, mér fannst hann vera svolítið eins og lítið barn sem gat ekki séð fyrir sér sjálfur og hún mamma hans. Parið í miðjunni var hljóðlátt en hún var í samstæðum joggingsgalla og hann í þröngum gallabuxum og pólóbol (mjög algeng para samsetning hér, sérstaklega hjá fólki með börn). Þriðja parið, það sem sat til vinstri, var frá ástralíu og var frekar ómerkilegt svo ég man ekkert af þeim.

7f850bd7-2419-4e99-bf91-2c74a1ff7525-full_english_breakfast_park_plaza_westminster_bridge_hotel_london_united_kingdom

 

 

 

 

 

Í lestinni á leið til Kaipedas hitti ég mann, skeggjaðann mann í stuttbuxum og svona bol sem leit út eins og hann ætti heima í tour de france keppninni. Ég hitti hann fyrir framan klósettið, hann sagði eitthvað, ég sagðist ekki skilja, hann endurtók á ensku, ég skildi. Hann var að bíða eftir klósettinu, ég fengi ekki að vera næst. Hann bætti við að hann yrði mjög snöggur og brosti og fór síðan að dansa fyrir lítið barn sem starði á okkur rétt hjá. Hann var mjög snöggur og ég fékk að pissa, eða pesa eins og stendur á öllum gluggum lestarinnar.

Í lestinni var líka kona sem ég tók eftir með regnhatt á öxlunum sem var alltaf að skipta um sæti.

sydvast-regnhatt-1

 

 

 

 

 

Í Klaipedas labbaði ég í 25 mínútur frá lestarstöðinni að höfninni þar sem ferjan var að fara, bömmer. Svo ég beið í hálftíma eftir næstu og talaði við kráku sem settist hjá mér. 

 

maxresdefault

 

 

 

Hinu mmegin við sjóinn komst ég síðan að því að strætóinn færi ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og engar upplýsingar voru á spjaldinu hvort ég gæti borgað með korti um borð svo ég lagði af stað á veitingastað rétt hjá. Spurði þar hvort hún, afgreiðslustúlkan, vissi þetta með strætóinn og kortið. Hún hélt nú ekki að það væri posi í strætónum svo ég vildi fá að kaupa bjór og borga meira of fá klink, það vildi hún ekki sjá svo ég fór á næsta veitingastað. Þar sagði þjóninn mér að það væri nú víst posi í strætónum svo ég ákvaðað trúa honum og fékk mér bjór. Meðan ég drakk brjórinn minn fylgdist ég með fjölskyldu sem samanstóð af ömmu, syni, dóttur í kerru og pari, konan í samstæðum jogginggalla og maðurinn í þröngum gallabuxum, pólóbol og vindjakka frá nike yfir.

Þegar klukkan var orðin 18 tók ég strætóinn, sofnaði í honum og komst síðan til Nida þar sem ég labbaði í 20 mínútur þar til ég kom að listarnýlendunni.

Og viti menn þegar ég gegn inn í eldhúsið til að fá mér að borða þá tekur konan með regnhattinn á öxlunum sem var alltaf að skipta um sæti í lestinni á móti mér og kynnir sig sem rútu. Og ég vitaskuld segi henni „oh your name means bus in Icelandic“. 

og núna ligg ég södd og sátt í rúmi í herbergi 11 og er spennt fyrir morgunndeginum og örlögunum og sögunum sem fylgja honum!

 

knús og kram!

Ráðhildur á meginlandinu


Bæ Ísland…. hæ Vilníus….

Jæja, 

nú er ég í flugstrætónum (flybus) á Keflavíkurflugvelli.

bráðum verð ég komin a loft á leið til Vilníusar á vit ævintýranna og tilviljana og örlaga.

Hér á flugvellinum hitti ég martinu(held ég) úr masternum, svonaeru tilviljanirnar skemmtilegar.

þangað til næst....

 

Ráðhildur á ferð og flugi :*


Grænir sneplar

Fimmhundruð sextíu og sjö grænir sneplar hanga á þvottasnúrunni í rjóðrinu. Á hverjum og einum þeirra er hvít klemma sem endurkastar sólarljósinu í augun á þér. Þú situr á steini sirka tuttugu og fjórum metrum frá þrjúhundruð og fimmtugasta sneplinum. Þú starir á sneplana og klemmurnar. Starir og starir svo mikið og ákaft að ég er orðin viss um að þú munir bráðum missa sjónina eða að sneplarnir muni brenna mynd sína í augnhimnurnar þínar svo þú munir aldrei sjá neitt framar en græna snepla með hvítum klemmum. Ég hrylli mig við tilhugsunina, tek hendurnar upp úr barmafullum balanum og vindi grænan snepil sem ég hengi síðan upp á snúruna með hvítri klemmu. „Fimmhundruð sextíu og átta“ segi ég við sjálfa mig. Þú hummar eins og lítill fugl til samþykkis en tekur ekki augun af sneplunum og klemmunum. Ég sting höndunum aftur í balann svo vatnið skvettist aðeins upp úr. Vatnið er volgt og sneplarnir eru mjúkir, ég loka augunum og finn fyrir volgu mýktinni. Ég hef alltaf haft gaman að því sem er volgt og mjúkt. „Manstu eftir mjúka pokanum sem þú áttir?“ spyr ég þig „sem var alltaf svo mjúkur og volgur?“. Þú svarar ekki. Ég opna augun, finn enn fyrir volgri mýkt sneplanna og vatnsins. Þú starir enn á sneplana. „manstu?, þú gekkst alltaf með hann yfir túnið hjá manninum með mosa græna stafinn og hafbláa hattinn á leiðinni yfir að húsinu okkar?“ Þú hreyfir hendurnar örlítið á hnjánum, pinkupons, það er varla að ég sjái mun. Ég tek hendurnar upp úr vatninu og vindi annan snepil. „Þú áttir það til að tína greinar sem þú fannst á leiðinni ofan í pokann, þú sagðir að þér þætti greinar það allra besta í öllum heiminum, manstu eftir því?“ Ég hengi upp snepilinn með hvítri klemmu. „og svo þegar þú komst að húsinu okkar var pokinn þinn fullur af greinum, svo fullur að þær rúlluðu næstum út úr honum á pallinn, manstu eftir því?“ Ég held höndunum á sneplinum og klemmunni og lít til þín. Þú hefur ekkert hreyft þig. „Fimmhundruðsextíu og átta“ segi ég við þig og þú hummar en hreyfir þig ekki og heldur áfram að stara á grænu sneplana og hvítu klemmurnar. 

24930929-green-clothes-in-a-laundry-basket-on-white-background-concept-for-environmental-conservation-and-eco


Glamrandi

Ding

ling

gling

glang

dingalingaling

innan í tjaldinu

gling

glang

í ljósinu

dingalingaling

í þér

og pokanum 

klink

klonk

donk

á steingólfinu

og majónesinu út um allt

outwell-fusion-300-pop-up-tjald-riggja-manna-me-fortjaldi-fyrir-framan

 


Leitin að gleymdu fjörunni

Ég gekk eftir suðurScreenshot 2023-09-13 at 15.03.45strönd eyjunnar

fór niður í allar fjöurnar

fann fyrir þeim

reyndi að skilja það sem 

ég gat ekki skilið

því ég mundi ekki

ég mundi ekki eftir fjörunni

mundi bara eftir mynd

mynd af mér í gjörunni fyrir 22 árum

sönnun þess að ég hefði verið þar

sönnun þess að ég hafði gleymt

ég grand skoðaði allar fjörurnar 

í leit að fjörunni minni

gleymdi fjörunni minni

í leit að bleika steininum

sem náði mér upp að öxl

í fölsku minningunni

Þegar ég lokst rakst á steininn

bleika steininn

og fjöruna

litlu fjöruna af myndinni

þá sem ég hafði gleymt

áttaði ég mig á því

að ég hafði stækkað svo mikið

að steinninn náði mér nú bara

upp að hné og varla það.

Ég áttaði mig á, þar sem ég 

stóð í fjörunni hliðina á 

bleika ateininum og horfði á 

hafið

að ég hafði ekki bara gleymt 

fjörunni og bleika steininum

heldur hafði ég líka gleymt

litlu stelpunni á myndinni

sem kastaði steini út í sjóinn

ég hafði gleymt sjálfri mér

svo ég tók upp stein

valdi hann af kostgæfni

og kastaði honum í sjóinn

 

þar sem ég sat í fjörunni

eftir að hafa komist

í tengsl við sjálfa mig í

gegnum steininn og sjóinn

komu tveir mávar

einn sat á ateini

hinn á kleti

þeir sögðu nokkur orð

þessi á steininum kom nær mér

eitt skref í einu

og starði á mig til hliðar

á milli skrefana sagði hann

eitt og eitt orð við vin sinn.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband